Níu eru látnir eftir snjóflóð og illviðri við rætur Himalajafjalla í Nepal. Fólkið lést í tveimur flóðum, hið fyrra féll síðastliðinn föstudag en hitt á mánudag.
Hinir látnu eru með ríkisfang á Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi. Kyn þeirra og aldur hefur ekki verið gefinn upp, að sögn AFP.
Björgunarmönnum hefur tekist að koma ferðafélögum hinna látnu aftur til byggða, alls fimm manns. Var í gær verið að undirbúa leiðangur til að endurheimta jarðneskar leifar göngumannanna.