Farið heim ellegar við vísum ykkur úr landi. Þau eru ekki töluð undir rós, skilaboð Friedrich Merz Þýskalandskanslara til allra sýrlenskra ríkisborgara sem ekki hafa í fórum sínum annað tveggja, þýskt vegabréf eða landvistarleyfi
Kanslarinn Friedrich Merz hjálpar Sýrlendingum ef þeir fara.
Kanslarinn Friedrich Merz hjálpar Sýrlendingum ef þeir fara. — AFP/Adem Altan

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

Farið heim ellegar við vísum ykkur úr landi. Þau eru ekki töluð undir rós, skilaboð Friedrich Merz Þýskalandskanslara til allra sýrlenskra ríkisborgara sem ekki hafa í fórum sínum annað tveggja, þýskt vegabréf eða landvistarleyfi.

Er það mat Merz að Sýrland sé nú öruggt til búsetu á nýjan leik eftir eina blóðugustu borgarastyrjöld sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að um áratuga skeið. Bashar al-Assad forseta var steypt í fyrra eftir rúmlega hálfrar aldar ofríki þeirra feðga og Merz telur Sýrlendingum nú rétt að snúa heim og taka þátt í uppbyggingu lands síns eftir hildarleik sem seint fellur í gleymskunnar dá.

Í ávarpi á mánudagskvöld lýsti kanslarinn því yfir að borgarastyrjöldinni í Sýrlandi væri lokið. „Engin ástæða er til

...