Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti í gær árlegan stækkunarpakka sinn, sem er skýrsla um hvernig umsóknarríkjum um aðild að sambandinu miði í aðlögun sinni. Þar er grein gerð fyrir tíu ríkjum, en athygli vekur að Íslands er þar í engu getið.
Á hinn bóginn afgreiddi í gær utanríkismálanefnd Evrópuþingsins skýrslu um málefni ESB gagnvart norðurslóðum, en þar var hvatt til aukins samstarfs sambandsins við Ísland, Noreg og Grænland á sviði öryggismála og orkuöflunar.
„Ég vonast til þess að sjá Ísland, Noreg og Grænland ganga í Evrópusambandið í nálægri framtíð,“ sagði Urmas Paet, Evrópuþingmaður frá Eistlandi, sem gerði grein fyrir skýrslunni á þinginu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur ekki að þetta hafi nokkra þýðingu varðandi stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, en áhöld hafa verið uppi um
...