Icelandair sagði í gær upp 38 starfsmönnum í ýmsum deildum, en aðallega á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Eru uppsagnirnar liður í þeirri vegferð að hagræða, einfalda skipulag og fækka verkefnum, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.
„Undanfarin misseri hefur félagið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna aðlögun leiðakerfisins að markaðsaðstæðum, fækkun flugvéla í rekstri um tvær og að hætta rekstri breiðþotna á næsta ári, auk ýmissa umbótaverkefna þvert á fyrirtækið sem hafa skilað sér í aukinni skilvirkni og sjálfvirknivæðingu.“
Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair að ákvarðanir sem þessar séu alltaf erfiðar og að erfitt sé að sjá á eftir góðum vinnufélögum. „Undanfarin misseri höfum við verið að velta við öllum steinum til þess að snúa rekstri félagsins við. Það er nauðsynlegt til þess
...