Hildur Sverrisdóttir
Hildur Sverrisdóttir

Ríkisstjórnin lofaði því á hveitibrauðsdögunum að setja húsnæðisöryggi fólks í forgang með bráðaaðgerðum. Nú hefur ríkisstjórnin kynnt sinn fyrsta húsnæðispakka og gefið fyrirheit um annan pakka á nýju ári. Bráðaaðgerðir eru þó hvergi sjáanlegar að þessu sinni.

Það er ástæðulaust að gera lítið úr þeim jákvæðu tíðindum sem þó leynast í pakkanum. Fyrst má nefna sinnaskipti ríkisstjórnarinnar varðandi skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán, mál sem á rætur sínar að rekja til landsfundar Sjálfstæðisflokksins árið 2013 og Bjarni Benediktsson innleiddi sem fjármálaráðherra. Fyrir aðeins tveimur mánuðum þótti ríkisstjórninni slíkt einungis fela í sér „tapaðar tekjur“ fyrir ríkissjóð. Ríkisstjórninni hefur snúist hugur og er það vel, úrræðið hefur enda nýst ófáum til að eignast meira hraðar í eigin húsnæði og létt undir greiðslubyrði heimila svo um munar.

...

Höfundur: Hildur Sverrisdóttir