Vatnsdalur Ekki er mikill áhugi hjá heimamönnum á virkjun og lóni.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Umhverfisnefnd Húnabyggðar leggur til við sveitarstjórn að hafna umsókn Orkusölunnar ehf. um rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár í Austur-Húnavatnssýslu, en erindi Umhverfis- og orkustofnunar þessa efnis var tekið fyrir á fundinum.
Bændur í Vatnsdal eru einnig andvígir þessum hugmyndum, að sögn Birgis Ingþórssonar bónda á Uppsölum í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að á fundi Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar, sem á meginhluta þess lands sem fara á undir uppistöðulónið, hafi verið einhugur um að krefjast þess að erindinu yrði hafnað.
Magnús Kristjánsson forstjóri Orkusölunnar segir að málið verði skoðað þegar ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar liggi fyrir. » 2