Alexis Mac Allister var hetja Liverpool er liðið sigraði Real Madrid, 1:0, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Argentínumaðurinn skoraði sigurmarkið á 61. mínútu. Arsenal og Bayern München eru einu liðin með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Bayern vann ríkjandi meistara París SG á útivelli, 2:1. Arsenal vann Slavíu Prag á útivelli, 3:0. » 22