Umhverfisnefnd Húnabyggðar samþykkti á fundi sínum á mánudag að leggja til við sveitarstjórn að hafna umsókn Orkusölunnar ehf. um rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár í Austur-Húnavatnssýslu
Vatnsdalur Uppistöðulón er sagt myndu breyta rennslismynstri Vatnsdalsár og hafa neikvæð áhrif á lífríkið.
Vatnsdalur Uppistöðulón er sagt myndu breyta rennslismynstri Vatnsdalsár og hafa neikvæð áhrif á lífríkið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Umhverfisnefnd Húnabyggðar samþykkti á fundi sínum á mánudag að leggja til við sveitarstjórn að hafna umsókn Orkusölunnar ehf. um rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjunar á vatnasviði Vatnsdalsár í Austur-Húnavatnssýslu. Á fundinum var tekið til umsagnar erindi Umhverfis- og orkustofnunar þessa efnis.

Forsaga þessa máls er sú að fyrir rösklega ári keypti Orkusalan jörðina Forsæludal, sem er fremsta byggða ból í Vatnsdal, með það fyrir augum að kanna möguleika til virkjunar vatnsafls í landi jarðarinnar.

Í bókun nefndarinnar kemur m.a. fram að uppsett afl fyrirhugaðrar virkjunar, 28 megavött, sé tiltölulega lítið miðað við umfang fyrirhugaðra framkvæmda og þau umhverfisáhrif sem af þeim myndu hljótast. Vísað er til

...