Dansgenið, glænýtt verk eftir Valgerði Rúnarsdóttur, verður frumsýnt á Dansverkstæðinu í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember, kl. 20. Segir í tilkynningu að í verkinu leiði danshöfundurinn saman dansara af ólíkum kynslóðum, þau Hany Hadaya, Krister…
Dansgenið, glænýtt verk eftir Valgerði Rúnarsdóttur, verður frumsýnt á Dansverkstæðinu í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember, kl. 20. Segir í tilkynningu að í verkinu leiði danshöfundurinn saman dansara af ólíkum kynslóðum, þau Hany Hadaya, Krister Rognaldsen Pedersen, Rut Rebekku Hjartardóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur, í sýningu þar sem hreyfing, frásögn og tónlist fléttist saman í lifandi mynd af þróun íslensks danslífs. Verkið verður einnig sýnt 15. nóvember kl. 16.