Reynsla erlendra borga er sú að fari tafirnar yfir viss mörk skaðist efnahagur þeirra með minnkandi framleiðni og skatttekjum en vaxandi heilbrigðiskostnaði.
Samgöngur „Tafastefnan er mörkuð og innleidd á höfuðborgarsvæðinu öllu.“
Samgöngur „Tafastefnan er mörkuð og innleidd á höfuðborgarsvæðinu öllu.“

Elías Elíasson

Merkilegt er að sjá tafaáráttu borglínunga birtast í verki við Höfðabakka í Reykjavík. Þar má ekki bæta umferðarljós án þess að fjarlæga beygjuvasa og taka þannig til baka tímasparnað þeirra sem ferðast á bíl. Tafastefnan hefur valdið borgarbúum ómældum kostnaði auk þess að valda verðbólgu af þeirri gerð sem nefna má tafabólgu og á hana bíta ekki vopn Seðlabankans, hækkun stýrivaxta og binding fjármagns.

Öfugmælin

Það er árátta borglínunga að gera þurfi almenningssamgöngur samkeppnishæfar við einkabílinn. Borgarlínan mun á ferðum sínum komast um 22 km/klst. en með því að farþegar hennar þurfa að ganga að og frá biðstöð verður ferðahraði þeirra verulega minni, dæmigert um 17 km/klst., sem er svipað og reiðhjól. Árið 2024 sýndu gervihnattamælingar meðalhraða bíla á höfuðborgarsvæðinu 42 km/klst. og með

...