Viðtal
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Filippo Grandi, aðalframkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), er staddur hér á landi til þess að funda með íslenskum stjórnvöldum um stöðu málaflokksins, skautun í pólitískri umræðu um útlendingamál og það til hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið í því skyni að ná árangri í aðlögun flóttafólks.
Grandi segir í samtali við Morgunblaðið að hann leggi áherslu á það við stjórnvöld að þau fjárfesti í aðlögun þeirra flóttamanna sem landið taki á móti og fjárfesti jafnframt í góðu kerfi til þess að greina hvort þeir sem hingað leiti séu flóttamenn í raun. Þá hefur hann beðið íslensk stjórnvöld um að taka aftur á móti svonefndum „kvótaflóttamönnum“ og segir að það kerfi sem hér var komið á fót hafi gefið góða
...