Filippo Grandi, aðalframkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), er staddur hér á landi til þess að funda með íslenskum stjórnvöldum um stöðu málaflokksins, skautun í pólitískri umræðu um útlendingamál og það til hvaða aðgerða…
UNHCR Grandi segir að framlag Íslands til flóttamannamála sé mikið og ómetanlegt.
UNHCR Grandi segir að framlag Íslands til flóttamannamála sé mikið og ómetanlegt. — Morgunblaðið/Eyþór

Viðtal

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Filippo Grandi, aðalframkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), er staddur hér á landi til þess að funda með íslenskum stjórnvöldum um stöðu málaflokksins, skautun í pólitískri umræðu um útlendingamál og það til hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið í því skyni að ná árangri í aðlögun flóttafólks.

Grandi segir í samtali við Morgunblaðið að hann leggi áherslu á það við stjórnvöld að þau fjárfesti í aðlögun þeirra flóttamanna sem landið taki á móti og fjárfesti jafnframt í góðu kerfi til þess að greina hvort þeir sem hingað leiti séu flóttamenn í raun. Þá hefur hann beðið íslensk stjórnvöld um að taka aftur á móti svonefndum „kvótaflóttamönnum“ og segir að það kerfi sem hér var komið á fót hafi gefið góða

...