Lokunardagar vegna manneklu voru tífalt fleiri á hvert barn í leikskólum Reykjavíkurborgar samanborið við önnur stærstu sveitarfélag landsins haustið 2024. Voru slíkir lokunardagar að jafnaði 1,3 á hvert barn í borgarreknum leikskólum en 0,13 í hinum sveitarfélögunum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar úttektar Viðskiptaráðs. Þar segir að vandinn sé útbreiddur og hafi víðtæk áhrif.
Alls þurftu 2.364 af um 5.500 börnum í leikskólum Reykjavíkurborgar að fara heim einhvern tímann á tímabilinu, hluta úr degi eða heilan dag. Um þriðjungur barna var heima hluta dags en tveir þriðju heilan dag. Þá þurfti 1.471 barn að vera heima oftar en einu sinni. 39 börn voru heima 18 leikskóladaga á tímabilinu eða tæplega fjórar leikskólavikur.
Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart, en
...