Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Dr. Ryan Eyford, dósent við sagnfræðideild Winnipeg-háskóla í Manitobafylki, hlýtur Vigdísarverðlaunin 2025 fyrir rannsóknir sínar á sögu Nýja Íslands í Kanada. Verðlaunin verða afhent í aðalbyggingu Háskóla Íslands á morgun, fimmtudag, og hefst dagskráin klukkan 15, en að afhendingu lokinni flytur Ryan stuttan fyrirlestur í tengslum við 150 ára afmæli Nýja Íslands.
„Verðlaunin eru mér mjög mikilvæg,“ segir Ryan, en Manitoba-háskóli og kanadísku sagnfræðisamtökin hafa áður verðlaunað hann fyrir rannsóknir, sem tengjast meðal annars bók hans White Settler Reserve: New Iceland and the Colonization of the Canadian West (útg. 2016). „Það er mikill heiður að fá verðlaun sem tengjast ekki aðeins Vigdísi Finnbogadóttur forseta heldur endurspegla
...