Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því að Orkuveitan geti ekki staðið undir skuldbindingum sínum með arðgreiðslur til borgarinnar, þrátt fyrir að álverinu á Grundartanga hafi verið lokað

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki áhyggjur af því að Orkuveitan geti ekki staðið undir skuldbindingum sínum með arðgreiðslur til borgarinnar, þrátt fyrir að álverinu á Grundartanga hafi verið lokað. 14% af tekjum OR koma frá álverinu.

„Norðurál hefur gefið út að fyrirtækið sé tryggt og við reiknum með því að það sé tryggt gagnvart skuldbindingum sínum við Orkuveituna. Orkuveitan er stórt og stöndugt fyrirtæki og stjórn þess þarf þá að endurskoða tekjuáætlun. Það eru margir aðrir sem vilja kaupa þessa orku, en Orkuveitan er skuldbundin þessum samningi og gerir ekki breytingu á neinu fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Heiða sem kynnti í gær fjárhagsáætlun næsta árs.

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins

...