Þreyta og pirringur er meðal félagsmanna Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) sem staðið hafa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins (SA) síðan í apríl á síðasta ári og hafa verið samningslausir frá áramótum
Stjórnarmenn Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, ræddi við Morgunblaðið eftir fundinn sem kláraðist í gærkvöldi.
— Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Þreyta og pirringur er meðal félagsmanna Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) sem staðið hafa í kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins (SA) síðan í apríl á síðasta ári og hafa verið samningslausir frá áramótum. FÍF hélt félagsfund í gærkvöld þar sem staðan í kjaradeilunni var rædd.
Arnar Hjálmsson formaður félagsins segir ekkert nýtt að frétta.
„Þetta voru bara umræður um hvernig við eigum að snúa okkur í stöðunni og hvað við ætlum að gera. Það er þungt hljóðið í okkar fólki og komin veruleg þreyta og pirringur í menn.“
Ágætlega var mætt á fundinn að sögn Arnars og stóð hann yfir í um eina og hálfa klukkustund. Meðal annars voru frekari
...