— AFP/Alan Tangcawan

Minnst 26 voru í gær sagðir látnir á Filippseyjum eftir hitabeltisstorminn Kalmaegi sem valdið hefur miklum flóðum í miðhluta landsins. Almannavarnir Filippseyja segja flesta, ef ekki alla, hinna látnu hafa drukknað. Stór svæði hafa verið rýmd og er gert ráð fyrir umfangsmiklu eignatjóni.