Kátt í Kjós Leyfi þarf fyrir nöfnun lögbýla en ekki heyrúlluskreytingum.
Kátt í Kjós Leyfi þarf fyrir nöfnun lögbýla en ekki heyrúlluskreytingum. — Morgunblaðið/Heiddi

Stofnun Árna Magnússonar er að kanna nafngiftir lögbýla eftir að ný lög um örnefni tóku gildi 2015. Hefur starfsfólk á nafnfræðisviði í samstarfi við örnefndanefnd óskað eftir upplýsingum frá sveitarfélögum landsins um breytingar á nöfnum lögbýla og nöfn á nýjum eða lögheimilum á lóðum í dreifbýli.

Aðalsteinn Hákonarson, sérfræðingur á nafnfræðasviði, segir að könnunin sé tilraun til að kortleggja stöðuna í þessum efnum, eftir að breytt var um fyrirkomulag. Hann segir að svör séu komin frá þónokkrum sveitarfélögum.

Samkvæmt ákvæðum laga sem áður giltu var skylt að afla leyfis örnefnanefndar til að breyta heitum á lögbýlum og skrá ný. Með lagabreytingum árið 2015 var sveitarstjórnum falið að meta hvort nöfnin samræmdust markmiðum örnefnalaga. Aðalsteinn segir að hugmyndin hafi verið að örnefnanefnd og nafnfræðisvið myndu fylgjast með og gera athugasemdir ef eitthvað þætti hafa misfarist.

Gagnagrunnur um nafngiftir

...