Björn Lomborg: „Mikilvægasta markmiðið er að nýsköpun færi raunkostnað nýrrar orku niður fyrir jarðefnaeldsneyti.“
Bjorn Lomborg
Bjorn Lomborg

Á hverju ári bjóða alþjóðlegar loftslagsráðstefnur fram skrúðsýningar hræsni þar sem elíta heimsins kemur í einkaþotum til að útdeila visku sinni til mannkyns um að draga úr kolefnislosun. Loftslagsráðstefnan í Egyptalandi í nóvember mun bjóða upp á enn meiri hræsni en vanalega, vegna þess að hinir ríku í heiminum munu predika ákaft yfir fátækari löndum um hættuna sem stafar af jarðefnaeldsneyti – eftir að hafa sópað að sér feikilegu magni af nýju gasi, kolum og olíu.

Frá því að innrás Rússa í Úkraínu þrýsti orkuverði enn frekar upp hafa auðug ríki gramsað um allan heim í leit að nýjum orkulindum. Bretar fordæmdu jarðefnaeldsneyti harðlega á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra, en ætla nú að halda kolakyntum orkuverum gangandi í vetur í stað þess að loka nánast öllum eins og áður var ráðgert. Innflutningur Evrópusambandsins á kolum til hitunar frá Ástralíu, Suður-Afríku og Indónesíu hefur rúmlega ellefufaldast. Einnig mun ný gasleiðsla yfir

...