Það er ákaflega brýn þörf á því að sett verði á laggirnar samræmd móttaka fyrir ME-sjúka, sem læknar geta vísað sjúklingum sínum á.
Freyja Imsland
Freyja Imsland

Freyja Imsland

Í dag, 12. maí, er alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um ME-sjúkdóminn.

Ætla má að 3-4.000 manns á Íslandi hrjáist af ME, sjúkdómi sem veldur gífurlegri lífsgæðaskerðingu. Á Íslandi er meðalbið eftir ME-greiningu sjö ár, og einungis hluti ME-sjúkra hefur hlotið hana. Algengasta upphaf ME-veikinda er að ná sér ekki eftir veirusýkingu. Hver sem er gæti átt fyrir höndum að hrjást af ME.

Megineinkenni ME er magnleysi sem ekki batnar við hvíld. Lýsing sem hljómar léttvæg í huga ME-sjúkra, þar sem hún nær engan veginn yfir hve yfirþyrmandi magnleysið er. Það er sem mara hafi fest sig við líkamann og sogi allan mátt úr hverjum einasta vöðvaþræði og taug. Hvíld hægir einungis á orkutapinu. Hvorki líkami né hugur virka sem vera ber. Orkuþurrðin verður að alltumlykjandi verk sem verkjalyf slá

...