Netgreinar

Eftir Júlíus Sólnes

Erfitt að snúa þróuninni í loftslagsmálum við

Erfitt að snúa þróuninni í loftslagsmálum við

„Loft mun halda áfram að hlýna, líklega sama hvað við gerum.“ Þetta segir Júlíus Sólnes, prófessor emerítus og fv. umhverfisráðherra, um gróðurhúsaáhrif og hlýnun jarðar. Hann segir að það verði að teljast vafasamt, að þjóðum heims takist að halda aftur af hlýnun andrúmslofts með því að minnka losun koltvíoxíðs, eins og stefnt er að með Parísarsamkomulaginu. Skaðinn sé þegar skeður, og loft muni halda áfram að hlýna. Sjálfsagt sé þó að reyna allt sem hægt er til að halda aftur af þessari þróun og draga úr losun koltvíoxíðs eins og framast er unnt.

Morgunblaðið hefur á síðustu vikum birt greinaflokk eftir Júlíus þar sem hann fjallar um það hvernig gróðurhúsaáhrifin voru uppgötvuð snemma á nítjándu öld, rekur þróunarsögu loftslagsvísinda og segir frá hvernig flestir vísindamenn urðu smám saman sammála um óhjákvæmilega hlýnun lofts á jörðu vegna vaxandi losunar koltvíoxíðs.

Lesa má greinaflokkinn í heild með því að smella á skjalið hér fyrir neðan.

Höfundur er prófessor emerítus og fv. umhverfisráðherra.