Netgreinar

María Dalberg og Freyja Þórsdóttir

Magnús Hörður

Magnús Hörður Kristinsson (f. 1953) var menntaður myndlistamaður frá Myndlista- og

handíðaskólanum. Hann fékk snemma áhuga á listum og var undir áhrifum frá þekktum

listamönnum á borð við Vincent Van Gogh, Edvard Munch, Pablo Picasso og Leonardo da

Vinci.

Á dæmigerðum morgni dvaldi Magnús Hörður heima við, hlustaði á klassíska tónlist og teiknaði eina mynd áður en hann fékk sér að borða. Á náttborðinu lá snjáð biblía sem bar þess merki að vera marglesin. Magnús var andlega þenkjandi maður sem tók trú sína og listsköpun alvarlega og sá órjúfanlega tengingu þar á milli. En þrátt fyrir að sýna ákveðna hlýðni í þjónustu við guð og list var hann sérlundaður einstaklingur sem fór eigin leiðir í lífinu.  

 Magnús var vel að sér í listasögu og hæfileikaríkur teiknari sem skilur eftir sig fjölda andlits- og abstrakt verka. Í gegnum teikninguna tókst honum að draga fram svipsterk andlit sem endurspegluðu allan tilfinningaskalann. Á myndunum má oft sjá konur, sumar blíðar og aðrar reiðar og hvassar til augnanna. 

 

Sömu persónurnar virðast koma fram aftur og aftur í portrett verkunum. Það má spyrja sig hvort þessar fígúrur byggi á raunverulegum fyrirmyndum eða 

hvort um sé að ræða hreina fantasíu sem í gegnum endurtekninguna hafi öðlast svo lifandi persónuleika. Að minnsta kosti fær maður á tilfinninguna sem áhorfandi að sköpunin hafi komið fá einstaklega innilegum stað og styrkur verkanna liggur einmitt þar –  verkin eru einlæg og hafa sterk sérkenni.  

 

Stofnuð hefur verið heimasíða fyrir Magnús Hörð, www.magnushordur.is, þar sem hægt er að skoða fjöldan allan af teikningum.   

 

Freyja Þórsdóttir og María Dalberg

Teikningar eftir Mgnús Hörð.
Teikningar eftir Mgnús Hörð.

myndlistamaður og heimspekinemi