Netgreinar

Óli Stefáns Runólfsson

Meira um rétt og kjör aldraða.

Aldraðir sem fá laun frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun ríkisins er gert að greiða tekjuskatt þó samanlögð laun þeirra nái ekki upphæð sem talið er að þurfi til eðlilegs lífsviðurværis. Þá er þeim einnig meinað að rétta hlut sinn með vinnu, sem hefðu til þess getu, því þá skertast greiðslur frá Tryggingastofnun.Það ætti ekki að skattlegga tekjur sem ná ekki upphæð til eðlilegs lífsviðurværis.Aldraðir með há eftirlaun gætu unnið án skerðingar.Það á ekki að refsa þeim sem fá greitt frá Tryggingastofnun fyrir það að hafa ekki komist á "jötuna"og fengið há eftirlaun í ellinni. Í stað þess eru aldraðir hnepptir í fátækt og "nútíma þrælatök".

Ínga Sæland skrifar pistil nýlega, þar sem fram kom að Flokkur fólksins hafi lagt fram frumvarp á alþingi til afnáms skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna,en frumvarpið ekki fengið afgreiðslu úr nefnd þingsins.Frumvarpinu fylgdi skýrsla Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings, þar sem fram kom að ríkissjóður mundi hagnast á að afnema frítekjumarkið.Hvers vegna skyldu strjórnvöld vilja viðhalda þessu óréttlæti?.Ráða þar sérhagsmunir gæðgi og "mannvonska"?.Getur verið að mikil auðsöfnun umfram þarfir sé fíkn, sem þarf að maðhöndla sem sjúkdóm?.

Breyti ráðamenn þjóðarinnar ekki afstöðu sinni og rétti hlut aldraða í launum og þeirra sem njóta ekki eftirlauna, en fá laun frá Tryggingastofnun, þarf að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort brotið er á rétti þeirra, og þá einnig garnvart greinum í stjórnarskránni um jafnrétti.

Óli Stefáns Runólfsson

meistari í rennismíði

og eftirlaunaþegi.