101 ár frá lokum stríðsins mikla

Breskir hermenn sjást hér bíða læknisþjónustu. Eru þeir blindir eftir …
Breskir hermenn sjást hér bíða læknisþjónustu. Eru þeir blindir eftir gasárás. Myndin er tekin í apríl 1918. Ljósmynd/Imperial War Museums

Þess er í dag víða minnst að 101 ár er nú liðið frá lokum fyrri heimsstyrjaldar, sem á þeim tíma var umfangsmesta og mannskæðasta styrjöld í sögu mannkyns. Alls létust um 10 milljónir hermanna á vígvöllum stríðsins mikla og aðrar tuttugu til viðbótar særðust. Þá létust tæplega átta milljónir óbreyttra borgara, hið mesta í nokkurri styrjöld fram til þessa.

Í stríðinu, sem hófst í lok júlí 1914, laust miðveldunum, keisaradæmunum Þýskalandi, Austurríki-Ungverjalandi og Tyrkjaveldi, saman við bandamenn, Breta, Frakka og Rússa, auk nokkurra annarra ríkja. Ófriðurinn var að mestu bundinn við Evrópu en einnig var þó barist í nýlendum ríkja Evrópu í Afríku. 

Breskir hermenn taka þátt í minningarathöfn sem haldin var sl. …
Breskir hermenn taka þátt í minningarathöfn sem haldin var sl. sunnudag. Var þar fallinna hermanna minnst. AFP

Í gegnum Belgíu sóttu Þjóðverjar fram af mikilli hörku á vesturvígstöðvunum haustið 1914. Um tíma var útlit fyrir að hersveitum þeirra tækist að brjóta sér leið allt til höfuðborgar Frakklands, Parísar. Hersveitum...