Það þarf að drepa mig til þess að ég tapi þessum leik

Ragnar við Super Cubflugvél flugklúbbsins Þyts. Hún var lengi mikilvægt …
Ragnar við Super Cubflugvél flugklúbbsins Þyts. Hún var lengi mikilvægt vinnutæki. Ljósmynd/Sölvi Axelsson

Fáir menn hafa sett sterkari svip á Morgunblaðið undanfarna áratugi en Ragnar Axelsson ljósmyndari, RAX, en hann kom fyrst til starfa á blaðinu sumarið 1974. Ragnar sagði starfi sínu lausu um síðustu mánaðamót og snýr sér nú alfarið að lífsverki sínu; að mynda mannlífið á norðurslóðum. Hann kveður Morgunblaðið með söknuði og virðingu enda hefur vegferðin verið ævintýraleg, svo vægt sé til orða tekið.

Það var vorið 1974 að sextán ára gamall piltur, Ragnar Guðni Axelsson að nafni, hoppaði upp í strætó í Árbænum og hélt með leið 10 niður í miðbæ Reykjavíkur, þangað sem hann átti metnaðarfullt erindi. „Ég man þetta eins og gerst hefði í gær,“ rifjar hann upp nú, 46 árum síðar. „Lagið When I'm a Kid með Demis Roussos var í útvarpinu og það ómaði í höfðinu á mér allan daginn. Svei mér þá ef ég heyri það ekki ennþá. Þetta var grískur söngvari, mjög vinsæll á þessum tíma. Svona Kristján Jóhannsson á sterum.“

Ragnar fór úr vagninum á...