Hernámið gerbreytti þjóðlífinu

Sögufræg mynd frá hernámsdeginum 10. maí 1940. Alvopnaðir breskir hermenn …
Sögufræg mynd frá hernámsdeginum 10. maí 1940. Alvopnaðir breskir hermenn hafa komið sér fyrir við Herkastalann í Kirkjustræti. Umhverfis þá eru nokkrir forvitnir Íslendingar. Ólafur Guðmundsson heitir sé sem er lengst til vinstri og Brynjólfur Árnason lögfræðingur er til hægri við hann. Ljósmynd/Svavar Hjaltested. Birt með leyfi Erlu Hjaltested.

Í dag, sunnudaginn 10. maí, eru 80 ár liðin frá því að Ísland var hernumið af Bretum. Seinni heimsstyrjöldin var þá hafin og tilgangur hernámsins var að koma í veg fyrir að Þjóðverjar næðu landinu á sitt vald og kæmu hér upp bækistöðvum fyrir flota sinn og flugher. Þeir höfðu þá hertekið Danmörku og Noreg og fleiri lönd og beindu sjónum hingað norður.

Óhætt er að segja að allur þorri landsmanna hafi fagnað því að það voru breskar hersveitir en ekki þýskar sem stigu á land í Reykjavík og dreifðu sér síðan um landið. Síðar um sumarið komu á þriðja þúsund kanadískir hermenn hingað til að styrkja breska herliðið. Þegar mest var 1941 voru hér um 28 þúsund breskir hermenn. Það ár var gerður herverndarsamningur á milli Íslands og Bandaríkjanna og leystu bandarískir hermenn smám saman næstu misserin hina bresku af hólmi að miklu leyti. Þegar mest var sumarið 1943 voru samtals um 50 þúsund breskir og bandarískir hermenn hér. Voru um 80% þeirra suðvestanlands. Íslendingar voru aðeins...