Hef óbilandi trú á framtíðinni

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra snarast inn á ríkisstjórnarfund og …
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra snarast inn á ríkisstjórnarfund og grípur þétt um veskið. Morgunblaðið/Hari

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á dögunum tillögur um breytingar á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankinn hefur gert nokkra grein fyrir peningamálastefnunni. Bjarni er hins vegar líka efnahagsráðherra og efnahagsstefnan í ljósi gerbreyttra aðstæðna blasir ekki við. Er hún að taka á sig mynd?

„Við erum alltaf að glíma við sömu lögmálin. Við þurfum áfram að tryggja að það sem við erum að gera í ríkisfjármálunum tóni vel við það sem Seðlabankinn er að gera. Það hefur tekist vel á undanförnum árum, en dugar ekki eitt og sér, heldur þarf vinnumarkaðurinn að ganga í sama takti. Við þurfum að viðhalda góðu samstarfi við vinnumarkaðinn og í augnablikinu þá bætist það við aðra óvissu hversu mikinn frið er hægt að halda við vinnumarkaðinn, svona miðað við þær yfirlýsingar sem gefnar hafa verið að undanförnu.

Það er ágætt að hafa það í huga sem grunn að góðum árangri, að allt eru þetta nauðsynleg hráefni í góða uppskrift...