Veiran gæti sett mörg ríki á heljarþröm

Lee Buchheit sinnir fræðistörfum og ráðgjöf úr fjarlægð í sveitasælunni …
Lee Buchheit sinnir fræðistörfum og ráðgjöf úr fjarlægð í sveitasælunni austur af Manhattan. Hann er eftirsóttur fyrirlesari við háskóla. Ljósmynd/Aðsend

Lee Buchheit, sem er heimsþekktur sérfræðingur í endurskipulagningu ríkisskulda, hefur áhyggjur af því að hörmulegar efnahagsafleiðingar kórónuveirunnar muni skapa alþjóðlegt vandamál vegna ríkisskulda. Eins og á 9. áratugnum kunni tugir þjóðríkja að lenda í skuldavanda.

Þegar Buchheit kom til Íslands haustið 2008 var bankakerfið hrunið og Íslendingar í áfalli, eins og hann lýsti síðar í samtali við Morgunblaðið.

Sjö árum síðar var fjarmagnshöftum aflétt og staða ríkissjóðs styrktist til mikilla muna. Hin þunga byrði ríkisskulda, sem fylgdi bankaáfalli, var horfin. Krónan fór að styrkjast.

Buchheit lét af störfum árið 2019 eftir 43 ára lögmannsferil en á löngum ferli hefur hann aflað sér víðtækrar reynslu í ýmsum ríkjum og með því myndað tengslanet víða um heim.

Buchheit hefur síðan beint kröftum sínum að fræðistörfum og pro bono lögfræðiþjónustu. Má þar nefna stöðu hans sem heiðursdoktors við Edinborgarháskóla og ráðgjafastörf fyrir...