Drottnaði á hafinu í nærri hálfa öld

Eitt frægasta orrustuskip heims, USS Missouri, tók þátt í þremur …
Eitt frægasta orrustuskip heims, USS Missouri, tók þátt í þremur stríðum. Hér sést það hleypa af fallstykkjum á RIMPAC-flotaæfingunni í apríl 1990. Ljósmynd/Bandaríski sjóherinn

Bandaríska orrustuskipið USS Missouri, eitt þekktasta orrustuskip heims, komst aftur í fréttirnar nýverið þegar þess var minnst að 75 ár eru liðin frá því Japanir undirrituðu uppgjafarskilmála bandamanna, 2. september 1945. Athöfnin átti sér stað á dekki orrustuskipsins sem þá var statt í Tókýó-flóa, en bryntröll þetta átti eftir að taka þátt í alls þremur blóðugum stríðum áður en þjónustu þess við sjóher Bandaríkjanna lauk.

Blómaskeið orrustuskipa er í dag liðið en sú var tíðin að skip af þessari gerð drottnuðu yfir höfunum og þóttu öflugustu sjóvopn hvers herveldis. Einu orrustuskipin sem til eru í heiminum í dag eru bandarísk. Þau hafa nú öll fengið nýtt hlutverk sem safngripir þar vestanhafs og minna áhugafólk og forvitna á liðinn tíma. Er um að ræða orrustuskipin Iowa, sem finna má við Los Angeles í Kaliforníuríki; Wisconsin, í Norfolk í Virginíuríki; Texas, í La Porte í Texasríki; Alabama, í Mobile í Alabamaríki; North Carolina, í Wilmington í Norður-Karólínu;...