„Okkar bíður mikil veisla“

Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri.
Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Okkar bíður mikil veisla, allt litróf mannlegra tilfinninga,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri um komandi leikár Þjóðleikhússins sem hefst formlega um helgina með frumsýningu á Upphafi. „Veturinn leggst einstaklega vel í mig enda erum við með afar fjölbreytt og metnaðarfullt leikár þar sem hvergi er slegið af. Fjöldi sterkra listamanna hefur gengið til liðs við Þjóðleikhúsið á síðustu mánuðum og leikárið einkennist ekki síst af miklum fjölda íslenskra verka og góðu úrvali barnasýninga,“ segir Magnús Geir þegar hann er spurður hvernig veturinn leggist í hann nú meðan eins metra reglan er í gildi út af kófinu og hámarksfjöldi leikhúsgesta má vera 200.

„Nýverið hefur verið slakað á takmörkunum í tvígang og við gerum ráð fyrir frekari tilslökunum á næstunni. Hins vegar er okkur ekki til setunnar boðið og því hefjum við leik miðað við núverandi takmarkanir. Við trúum því að þjóðin þurfi á því að halda að sækja sér andlega...