„Svo togaði kirkjan í mig“

Karl Sigurbjörnsson valdi snemma að ganga á Guðs vegum. Hann …
Karl Sigurbjörnsson valdi snemma að ganga á Guðs vegum. Hann fetaði í fótspor föður síns og gegndi stöðu biskups í fjórtán ár. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Karl Sigurbjörnsson valdi snemma að ganga á Guðs vegum. Hann fetaði í fótspor föður síns og gegndi stöðu biskups í fjórtán ár. Karl segir presta oft taka þátt í mestu gleðistundum fólks, en jafnframt mestu sorgum líka. Þá sækir hann styrk í trú, von og kærleika. Karl glímir nú við krabbamein en óttast ekki dauðann, þótt hann segi hann óvelkominn gest.

Það skiptast á skin og skúrir rétt eins og í lífinu sjálfu daginn sem blaðamaður bankar upp á hjá Karli Sigurbjörnssyni biskupi. Hann býður til stofu, skenkir kaffi í fallegan bolla og opnar lítinn konfektkassa gestinum til heiðurs. Karl hefur yfir sér rólegt yfirbragð, talar á lágu nótunum og það er stutt í brosið. Hann gæðir sögur sínar lífi þannig að manni finnst maður næstum staddur með honum langt aftur í fortíðinni.

Lífið hefur boðið upp á fjölmargar áskoranir sem Karl hefur tekist á við af æðruleysi og með trúna í farteskinu. Prestur, biskup, eiginmaður, faðir og afi eru þau hlutverk sem hann hefur...