Hópurinn sem gleymdist á norðurslóðum

Þýski herinn var með sérstakar fjallahersveitir sem þjálfaðar voru í …
Þýski herinn var með sérstakar fjallahersveitir sem þjálfaðar voru í hernaði við afar krefjandi aðstæður. Ljósmynd/Bundesarchiv

Hinn 7. maí 1945 undirritaði Jodl hershöfðingi, fulltrúi þýsku herstjórnarinnar og Dönitz stóraðmíráls, í aðalstöðvum Eisenhowers hershöfðingja, skilyrðislausa uppgjöf alls herafla Þjóðverja í Evrópu, á landi, sjó og í lofti. Evrópa var þá í sárum og Berlín lítið annað en rústir einar. Nær allir hermenn Þriðja ríkisins fóru í kjölfarið eftir fyrirmælunum en vitað er um stöku hópa og kafbáta sem lögðu ekki niður vopn fyrr en nokkrum dögum eða jafnvel vikum seinna. Þannig gáfust til að mynda síðustu sveitir SS í Tékklandi upp fimm dögum síðar, kafbáturinn U-234 sigldi ekki til hafnar fyrr en viku eftir uppgjöf og U-977 birtist óvænt í höfn í Argentínu 17. ágúst. Hafði hann þá, að sögn skipherra, siglt neðansjávar í samfleytt 66 daga. Enginn stóð þó vaktina lengur en þeir þýsku hermenn sem staðsettir voru á Bjarnarey við Svalbarða, en þeir gáfust ekki formlega upp fyrr en nærri fjórum mánuðum eftir að Þriðja ríkið lagði niður vopnin.

Bjarnarey er syðsta eyjan í eyjaklasanum...