Þegar risinn frá Rín var tekinn höndum

Kanadískir hermenn nálgast hina svonefndu Juno-strönd, 6. júní 1944.
Kanadískir hermenn nálgast hina svonefndu Juno-strönd, 6. júní 1944. Ljósmynd/Library and Archives Canada

Hinn sjötta júní 1944 gengu um 160 þúsund bandarískir, breskir og kanadískir hermenn á land í Normandí á um 80 kílómetra löngu strandsvæði. Er þetta stærsti innrásarfloti sögunnar og jafnframt mesta landganga herafla af sjó í styrjaldarsögunni. Við þessum hermönnum bandamanna blöstu víggirt fallbyssu- og vélbyssuhreiður Þjóðverja, gaddavírsgirðingar, bryndrekagildrur og jarð- og brynsprengjur svo fátt eitt sé nefnt. Nokkru austar í skotbyrgi á annarri franskri strönd beið hópur þýskra hermanna eftir sams konar átökum. Einn þeirra var Jakob Nacken – langstærsti hermaður Þriðja ríkisins, alls 221 sentimetri á hæð.

Jakob Nacken fæddist 15. febrúar 1906 í Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans, systir og annar bróðir voru öll mjög hávaxin, 188 sentimetrar á hæð. Og var yngsti bróðir Jakobs einnig hár, eða 201 sentimetri, þótt hann hafi verið 20 sentimetrum lægri en Jakob sjálfur. Vert er þó að geta þess að sumar heimildir segja Jakob hafa verið enn hærri í vexti,...