Prófraun Taílandskonungs

Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur vitjar stuðningsmanna sinna í fylgd Suthida drottningar …
Maha Vajiralongkorn Taílandskonungur vitjar stuðningsmanna sinna í fylgd Suthida drottningar og Bajrakitiyabha Mahidol prinsessu (t.v.). AFP

Ég man þegar ég kom fyrst til Taílands hvað mér þótti lítið til landsins koma. Ég hreiðraði um mig í Bangkok og fannst ég týnast í óreiðunni og hitanum. Ég þorði varla að heimsækja nuddstofurnar af ótta við að velja óvart stað þar sem fleira er nuddað en lúnir vöðvar og fólkið fannst mér vera skrítið með sitt óskiljanlega mál og undarlegu siði.

Þegar ég fór síðast frá Taílandi, hafandi búið þar í hér um bil tvö og hálft ár samanlagt, skipt í þrjár lotur, kvaddi ég þetta mergjaða land fullur lotningar, þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa einstakar hefðir og menningu; mannlífið með sín háheilögu hof og lastabæli; samfélag þar sem lífið er á fleygiferð og von á ævintýri í hvert skipti sem stigið er út fyrir hússins dyr.

En því meira sem ég hef kynnst taílensku samfélagi, því betur hef ég líka áttað mig á hvað ég veit og skil lítið og hve mikið ólgar undir yfirborðinu í landi gestrisni og brosa.

Konungurinn sem ekki má gagnrýna

Mótmæli hafa...