Undravopnið sem stöðva átti sprengjuregnið

Messerschmitt Me 163 „Komet“ er eina eldflaugaflugvél heims til að …
Messerschmitt Me 163 „Komet“ er eina eldflaugaflugvél heims til að komast í almenna herþjónustu. Hlutverk hennar var að verja Þýskaland fyrir árásum sprengjuvéla bandamanna. Ljósmynd/Bundesarchiv

Þegar farið var að halla undan fæti Þriðja ríkisins hóf hugtakið undravopn, eða „Wunderwaffe“ á þýsku, að vera æ meira áberandi í umræðunni. Það er jú skiljanlegt þegar upp er komin vonlaus staða án augljósrar útleiðar að menn leggi traust sitt á undravopnið, græjuna miklu sem breyta mun stöðunni á vígvellinum til hins betra. Eitt þessara vopna var Messerschmitt Me 163 „Komet“, eina eldflaugaflugvél heims til að komast í almenna herþjónustu.

Snemma árs 1941 hófst vinna við frumgerð Me 163 en vert er að taka fram að fyrstu hugmyndir um þess konar flugvél ná allt aftur til ársins 1937. Sá sem stýrði hönnunarvinnunni var Alexander Lippisch flugvélaverkfræðingur og var tilgangur eldflaugavélarinnar sá að fljúga á miklum hraða inn í hóp sprengjuflugvéla í von um að valda þar sem mestum skaða eða tvístra hópnum svo hann ætti erfiðara með að granda skotmörkum sínum á jörðu niðri. Komet er afar lítil flugvél, rétt tæpir sex metrar að lengd og með...