Síðustu varðliðar Þriðja ríkisins

Heimavarnarmenn í fólksstorminum marsera um götur Berlínar í nóvember 1944. …
Heimavarnarmenn í fólksstorminum marsera um götur Berlínar í nóvember 1944. Skortur á einkennisfatnaði og skotvopnum er áberandi en margir þessara manna halda á Panzerfaust-bryndrekabana. Ljósmynd/Bundesarchiv

Hinn 18. október 1944 ávarpaði Heinrich Himmler ríkisforingi-SS þýsku þjóðina og tilkynnti um stofnun heimavarnarliðs sem hann kallaði fólksstorminn eða Volkssturm á þýsku. Sveitirnar skyldu lúta stjórn nasistaflokksins og skipuð öllum karlmönnum á aldrinum 16-60 ára sem ekki væru nú þegar í herþjónustu. Ástæðan var einföld; þýska stríðsvélin þurfti nauðsynlega á fleirum að halda eigi hún að eiga möguleika á að stöðva sókn bandamanna og var með þessu reynt að fjölga vopnfærum mönnum um allt að sex milljónir á skömmum tíma. Fjöldi liðsmanna náði þó aldrei settu marki.

Sumarið 1940 var staða Bretlands ískyggileg og óttuðust menn þar mjög þýska innrás. Ekki var talið unnt að reiða sig alfarið á breska herinn til að verja eyjuna og var því gripið til þess örþrifaráðs að stofna heimavarnarsveit skipuð gamalmennum og táningum. Fjórum árum síðar var Þýskaland komið í sambærilega stöðu, innrás var yfirvofandi úr austri og vestri og ljóst að almennar hersveitir myndu vart ráða við...