Barnungi hermaður Sovétmanna

Sergey Aleshkov var ekki hár í loftinu þegar hann hóf …
Sergey Aleshkov var ekki hár í loftinu þegar hann hóf að klæðast einkennisfatnaði Rauða hersins.

Hinn 8. september 1942 gengu undanfarar 142. fótgönguliðahersveitar Rauða hersins fram á sex ára gamlan dreng í skóglendi fjarri mannabyggðum. Drengurinn, sem var einn síns liðs, virtist illa áttaður, vannærður og særður eftir nokkurra vikna dvöl í skóginum. Síðar kom í ljós að hann var einn fárra sem komust lífs af úr þorpi sínu eftir að þýskar hersveitir réðust miskunnarlaust á þá sem þar voru. Drengur þessi hét Sergey Aleshkov og er hann sagður vera yngsti einstaklingurinn til að gegna herþjónustu í Rauða hernum á tímum seinni heimsstyrjaldar.

Sergey Aleshkov fæddist árið 1936 í þorpinu Gryn í Kaluga-héraði í vesturhluta Sovétríkjanna. Vert er þó að geta þess að sumar heimildir segja hann fæddan árið 1934 en þetta misræmi stafar af því að engin opinber gögn varðveittust um uppruna drengsins og fæðingu. Vitað er að faðir Sergey lést áður en seinni heimsstyrjöld braust út og að þýskar hersveitir réðust gegn íbúum Gryn árið 1942. Fólkið var tekið af lífi fyrir aðgerðir...