Hvarf með allri áhöfn í jómfrúarferð sinni

Ein af fréttum Morgunblaðsins um leitina að ísraelska kafbátnum Dakar. …
Ein af fréttum Morgunblaðsins um leitina að ísraelska kafbátnum Dakar. Á þessum tíma var einnig leitað að öðrum báti, Minerva frá Frakklandi. Alls hurfu með dularfullum hætti fjórir kafbátar þetta ár. Skjáskot/Morgunblaðið

Þess var minnst í síðustu viku að 53 ár eru nú liðin frá því ísraelski kafbáturinn INS Dakar hvarf með allri sinni áhöfn. Hafði báturinn frá árinu 1943 verið í þjónustu breska sjóhersins en þennan dag var hann undir nýjum þjóðfána í jómfrúarferð sinni frá Englandi til Ísraels. Hvað nákvæmlega gerðist er til þessa dags enn ekki vitað með fullri vissu. Dakar er einn fjögurra kafbáta sem á dularfullan hátt hurfu með manni og mús árið 1968.

Kafbáturinn var af svonefndri T-gerð sem smíðuð var fyrir konunglega breska sjóherinn á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Hann var af þriðju og síðustu kynslóð T-báta en þeir voru smíðaðir í miðri heimsstyrjöld sem setti vitaskuld nokkurn svip á framleiðsluna sökum skorts á ýmsum íhlutum og dýrmætum framleiðslutíma. Vegna þessa vantaði hina og þessa aukahluti í þriðju kynslóðina borið saman við þá sem á undan komu, s.s. stöku handrið hér og þar og annað akkeri bátsins. Að auki voru flestar pípur kafbátsins úr stáli en ekki kopar, líkt...