Byggja upp leigufélag að alþjóðlegri fyrirmynd

Gauti Reynisson hefur fylgt félaginu í gegnum margar u-beygjur á …
Gauti Reynisson hefur fylgt félaginu í gegnum margar u-beygjur á síðustu árum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Árið 2015 var Gauti Reynisson fenginn til þess að koma að uppbyggingu félags sem ætlaði sér stóra hluti á leigumarkaði með íbúðarhúsnæði. Verkefnið var ekki stórt í sniðum í fyrstu en vatt fljótlega upp á sig undir nafni Heimavalla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú eru Heimavellir ekki til. Félagið er orðið hluti af einu stærsta leigufélagi Evrópu sem stækkar dag frá degi. Fram undan er einnig vaxtarskeið á Íslandi.

Blaðamaður tekur hús á Gauta í skrifstofuhúsnæði í Lágmúla. Fyrst er það kaffið. Borið fram í hvítum og appelsínugulum bolla. Nýjasti búnaðurinn á vettvangi. Merktur Heimstaden. Það er nafn sem ekki hefur mikið farið fyrir í umræðunni hér á landi en það mun fljótlega breytast enda nýtt heiti á félagi sem áður var Heimavellir. Um 1.600 íbúðir eru í eignasafninu og gangi áætlanir eftir verða þær meira en tvöfalt fleiri innan fárra ára.

Við hverfum aftur til ársins 2015 þegar Gauti kom sem fjármálastjóri að Heimavöllum. Hann...