Auðvitað eru eldgos hættuleg

„Ég held að það væri gaman að fá lítið meinlaust …
„Ég held að það væri gaman að fá lítið meinlaust gos, já. Fólk er spennt fyrir því og þá hætta kannski jarðskjálftarnir. Við fáum þá í staðinn fallegan bjarma yfir Reykjanesskaganum, er það ekki bara skemmtilegt?“ segir Kristín Jónsdóttir, doktor í jarðeðlisfræði. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fátt er meira rætt þessa dagana en jarðskjálftahrinan á Reykjanesi og mögulegt gos. Meira að segja kórónuveiran hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir jarðskjálftum undanfarið, þótt nú sé mjótt á munum hvort fái meira pláss í fréttum. Móðir náttúra er óútreiknanleg og þá er gott að eiga sérfræðinga til að rýna í jörðina, pota og mæla, og upplýsa okkur hin um gang mála. Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur með meiru, er mætt í viðtal, afslöppuð og glaðleg. Hún er orðin sjóuð í fjölmiðlum því síðustu daga og vikur hefur hún sést daglega á skjáum landsmanna og er álíka vösk og traustvekjandi og þríeykið. Hún svarar erfiðum spurningum fréttamanna fumlaust, þótt ekki finnist alltaf svör, því enn ríkir mikil óvissa og ekki hægt að segja með vissu hvort fari að gjósa eða hvenær jarðskjálftahrinan hættir.

Kristín leggur símann á borðið og afsakar að geta ekki slökkt á honum; hún þurfi jú að vera til taks ef jörð opnast. Kristín segir þetta...