Mikilvægur liður í öryggi bandalagsins

Norsk F-35-orrustuþota sést hér í sprengjuheldu flugskýli á öryggissvæðinu á …
Norsk F-35-orrustuþota sést hér í sprengjuheldu flugskýli á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Hari

Norski flugherinn sinnir nú loftrýmisgæslu við Íslandsstrendur fyrir Atlantshafsbandalagið. Glænýjar F-35-orrustuþotur eru notaðar við gæsluna. Í samtali við Morgunblaðið segir Vestein Pettersen, undirofursti í norska flughernum, að loftrýmisgæsla NATO úti fyrir Íslandi sé mjög mikilvæg fyrir öryggi aðildarríkja bandalagsins. Lofthelgi Íslands er enda eins konar hlið að lofthelgi NATO í Norðvestur-Evrópu.

Þoturnar rándýrar

Norðmennirnir hafa verið á Íslandi í um þrjár vikur og einhverjir þeirra verða hér í allt að tvo mánuði. Norski flugherinn keypti þoturnar nýju af bandaríska ríkinu, en þær eru framleiddar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin. Þoturnar eru búnar vopnum sem aðeins má nota í sjálfsvörn eins og reglugerðir NATO gera ráð fyrir. Þoturnar eru nýttar við loftrýmisgæslu, eins og fyrr segir, en Pettersen segir að það felist aðallega í því að bera kennsl á óþekkt loftför í lofthelgi NATO. Það geta bæði verið farþegaflugvélar eða annars konar loftför,...