Norskir úlfar í sauðargærum

Pål Sverre Hagen, klæddur Riddaranum, í hlutverki sínu sem William …
Pål Sverre Hagen, klæddur Riddaranum, í hlutverki sínu sem William Bergvik í annarri röð Exit-þáttanna. „Ég reyndi að stela henni eftir tökur á þessu atriði til að fá að eiga hana sjálfur,“ játar Hagen blákalt í samtali við Morgunblaðið þótt ekki yrði honum kápan úr því klæðinu í bókstaflegum skilningi. Skjáskot/RÚV

Uppi varð fótur og fit í prjónasamfélaginu Handóðum prjónurum á Facebook þegar hannyrðaáhugafólk þar, og án efa víðar, horfði á aðra röð norsku sjónvarpsþáttanna Exit þar sem persónan William, sem norski leikarinn Pål Sverre Hagen túlkar í þáttunum, birtist áhorfendum í lopapeysu með prjónamunstrinu „Riddaranum“, sem runnið er undan rifjum íslenska hönnuðarins Védísar Jónsdóttur.

„En gaman að heyra frá Íslandi, þó að þú sért í Ósló,“ segir Hagen í stuttu spjalli við Morgunblaðið um Riddarann, sem persóna hans, auðmaðurinn William Bergvik, klæddist í einum þáttanna og vakið hefur verðskuldaða athygli meðal áhugafólks um flíkina. „Ég skil það mjög vel að fólk sé spennt fyrir þessari peysu, sjálfur elska ég hana. Ég reyndi að stela henni eftir tökur á þessu atriði til að fá að eiga hana sjálfur, en það tókst nú ekki,“ segir Hagen.

„Fyrir mörgum árum eignaðist ég hina frægu peysu Færeyinga sem er með hnöppum á öxlunum,...