Eyrað vill láta kitla sig

Morgunblaðið/Eggert

Er ti l betri staður til að hitta Björgvin Halldórsson að máli en Rokksafn Íslands í Hljómahöllinni eða Stapanum í Reykjanesbæ? Þar er saga popp- og rokktónlistar á Íslandi rakin í máli, munum og myndum og þáttur Björgvins ekki lítill enda losar ferill söngvarans vinsæla fimmtíu ár. Björgvin er mættur á svæðið þegar okkur Eggert Jóhannesson ljósmyndara ber að garði og er að fara yfir hluta af gítarasafni sínu, sem er til sýnis í safninu, ásamt Tómasi Young, framkvæmdastjóra Hljómahallarinnar, enda bættist nýverið nýtt djásn í safnið, forláta Hofner-bassagítar, árgerð 1961, eins og Paul McCartney spilaði á í Bítlunum. Þarna er líka að finna fyrsta gítar Björgvins, blómum skreyttan kassagítar, og fjölmarga sem hann hefur eignast þar á milli, hvern öðrum merkilegri enda er maðurinn safnari af Guðs náð. Og fylgist vel með. Þegar Björgvin sér rokksögulegan gítar sem hann langar að eignast ann hann sér ekki hvíldar fyrr en hann hefur leyst gripinn til sín. Það er harður húsbóndi,...