Eitt fyrsta hægvarp í heimi var frá Heimaey

Sverrir Ólafsson (t.v.) og Fylkir Þórisson á leiðinni upp á …
Sverrir Ólafsson (t.v.) og Fylkir Þórisson á leiðinni upp á Klif með þungan búnaðinn í bakpokum. Skjáskot/RÚV/Þórarinn Guðnason

Landsmenn hafa getað fylgst með eldgosinu í Fagradalsfjalli í gegnum beinar útsendingar Ríkissjónvarpsins og mbl.is og hafa margir notið útsendinganna. Eldgosið í Heimaey 1973, fyrir 48 árum, var fyrsta eldgosið sem sýnt var frá í beinni útsendingu hér á landi og líklega í heiminum.

„Þetta var fyrsta maraþon-útsending Sjónvarpsins. Það höfðu ef til vill verið einhverjar langar og beinar útsendingar einhvers staðar annars staðar en ólíklega svona langar. Svo var það ekki fyrr en NRK byrjaði með Hurtigruten-útsendingarnar löngu seinna að til varð þetta hugtak „hægvarp“ (slow TV). Ég tel að gosútsendingin hafi verið eitt fyrsta hægvarpið í heiminum,“ segir Karl Sigtryggsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV.

Askan máði linsuglerið

Upphafsmaður að útsendingunni var Fylkir heitinn Þórisson, tæknifræðingur og deildarstjóri hjá Sjónvarpinu. Í greinargerð hans um útsendinguna kemur fram að hann hafði átt heima í...