Notre Dame hefði getað farið verr

Mikill eldur kom upp í hjarta Parísar hinn 15. apríl …
Mikill eldur kom upp í hjarta Parísar hinn 15. apríl 2019. Kirkjan varð fyrir miklum skemmdum en slökkviliðsmönnum tókst með naumindum að koma í veg fyrir algera eyðileggingu. AFP

Í liðinni viku var þess minnst að tvö ár voru síðan Notre Dame-kirkjan kunna í París, ein helsta prýði fransk-gotnesks arkitektúrs, varð fyrir miklum skemmdum í eldsvoða. Út um heimsbyggðina fylgdist fólk slegið með beinni útsendingu þar sem sjá mátti eldtungur standa upp úr þakinu og víðfræg turnspíran hrundi áður en her slökkviliðsmanna náði tökum á eldinum.

„Það hefði getað farið miklu verr,“ er í The Art Newspaper haft eftir Philippe Villeneuve, höfuðarkitekt endurbótanna á kirkjunni. Fjölmiðlamenn fengu fyrir helgi að fara um kirkjuna og kynna sér stöðu mála en vinnupöllum hefur verið komið fyrir bæði utan á kirkjunni og upp undir loft inni í henni.

Villeneuve er bjartsýnn á að kirkjan verði aftur komin í notkun þegar Ólympíuleikarnir verða settir í París sumarið 2024.

Iðnaðarmenn sjást hér vinna hörðum höndum að styrkingu og lagfæringu …
Iðnaðarmenn sjást hér vinna hörðum höndum að styrkingu og lagfæringu veggja Notre Dame. AFP

Hingað til hefur vinna þess mikla fjölda verkamanna sem vinna við...