Íbúar Tokyo eru tilbúnir fyrir heimsendi

Úr teiknimyndasögunni sem dreift var á öll heimili í Tokyo. …
Úr teiknimyndasögunni sem dreift var á öll heimili í Tokyo. Borgarbúum hefur verið gert ljóst að taka þarf forvarnastarfið alvarlega og að dagur X verður meiri háttar áskorun. Tokyo Metropolitan Government

Það er engin tilviljun hve algengt þema það er í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum að heilu borgirnar séu lagðar í rúst. Í One-Punch Man teiknimyndaseríunni, sem sýnd er á Netflix, birtast ógurleg skrímsli upp úr þurru og byrja að brjóta og bramla svo að heilu borgarhlutarnir verða að einni klessu.

Ef við förum ögn lengra aftur í tímann, til Neon Genesis Evangelion á 10. áratugnum, voru það dularfullar risaverur sem herjuðu á byggðina og ekkert sem fékk þær stöðvað nema risavaxin stríðs-vélmenni. Í meistaraverkinu Akira frá 1988 er búið að reisa nýja borg, Neo-Tokyo, á rústum höfuðborgarinnar eftir að ógurleg sprenging jafnaði þá gömlu við jörðu. Gleymum heldur ekki Godzilla sem hefur heimsótt eyjaskeggja með reglulegu millibili allt frá miðjum sjötta áratugnum og í hvert skiptið valdið meiri háttar eignaspjöllum.

Sumir túlka þetta gegnumgangandi þema þannig að það feli í sér uppgjör við hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar; að Godzilla sé...