Lýðheilsa, ljón og líkindareikingur

Siegfried og Roy á góðri stundu. Stundum er örugga leiðin …
Siegfried og Roy á góðri stundu. Stundum er örugga leiðin í lífinu ekki sú besta, og vel þess virði að hætta sér upp á svið með hópi af ljónum. Ljósmynd/AFP – Getty Images

Við hjónin erum að gæla við þá hugmynd að skreppa til Las Vegas. Lastaborgin í Nevada er smám saman að vakna aftur til lífsins og ekki dýrt að fljúga þangað frá Mexíkóborg. Mig langar að kíkja á frjálshyggju-töframennina Penn og Teller en hann Youssef minn er spenntastur fyrir rússibönunum sem finna má hér og þar í borginni. Eins og sæmir áhugamönnum um menningararf samkynhneigðra kíkjum við auðvitað á Liberace-safnið og minnismerkið um ljónatemjarana frægu; glamúr-parið Siegfried og Roy.

Youssef er líka vís til að stinga nokkrum seðlum í spilakassa. Yfirleitt skilur hann ekkert hvernig leikurinn gengur fyrir sig og ýtir bara á takka af handahófi, en er samt furðuheppinn í spilum miðað við hvað hann er heppinn í ástum. Sjálfur reyni ég að sneiða hjá spilavítunum enda tiltölulega sleipur í líkindareikningi. Mitt hlutverk í hjónabandinu er að fá Youssef til að hætta að spila á meðan hann er ennþá í plús.

Það væri óskandi að bæði stjórnvöld og almenningur gerðu meira...