Fæst skýring á fljúgandi furðuhlutum?

Þessi ljósmynd af loftfarinu sem Dietrich og Fravor eltu í …
Þessi ljósmynd af loftfarinu sem Dietrich og Fravor eltu í nóvember 2004 er á meðal þeirra gagna sem varnarmálaráðuneytið hefur gefið út um „óútskýrð loftför“, en von er á skýrslu í næsta mánuði um FFH. AFP

Áhugamenn um fljúgandi furðuhluti, líf á öðrum hnöttum og önnur dularfull leyndarmál alheimsins bíða nú spenntir eftir því að skýrsla starfshóps á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins, bandarísku alríkislögreglunnar FBI og leyniþjónustu flotans verði kynnt Bandaríkjaþingi í næsta mánuði, en skýrslan verður opin öllum almenningi.

Þar verður fjallað um öll þau gögn sem til eru um fljúgandi furðuhluti, en varnarmálaráðuneytið sagði síðasta sumar að tilgangur starfshópsins væri að taka saman þau gögn sem til væru um svonefnd „óþekkt loftför“, skrásetja þau og greina hvort í þeim felist ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Yfirlýsing ráðuneytisins í fyrra þótti til marks um nokkra hugarfarsbreytingu þar á bæ, þar sem áður fyrr þótti það mikið feimnismál að nefna „fljúgandi furðuhluti“ eða FFH (e. UFO) á nafn, og gat það jafnvel varðað embættismissi.

Og eflaust er það enn þá litið einhverju hornauga, því varnarmálaráðuneytið ákvað á...