Samsærið gegn Díönu

Stjörnufréttamaðurinn Martin Bashir spurði spurninganna, en hafði skáldað sum svörin …
Stjörnufréttamaðurinn Martin Bashir spurði spurninganna, en hafði skáldað sum svörin líka.

Viðtal breska ríkisútvarpsins BBC við Díönu prinsessu af Wales haustið 1995 reyndist afar afdrifaríkt, bæði fyrir hana og konungsfjölskylduna. Nú er komið á daginn að til þess var stofnað með blekkingum sem yfirstjórn BBC hylmdi yfir í aldarfjórðung.

Fyrir liðlega aldarfjórðungi náði breska ríkisútvarpið að skúbba allan heiminn með viðtali við Díönu prinsessu, sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á líf hennar og raunar fyrir krúnuna líka. Hún lést sem kunnugt er af slysförum tæpum tveimur árum síðar. Sonur Díönu og væntanlegur ríkisarfi, Vilhjálmur prins, hertogi af Cambridge, hefur nú ráðist á ríkisútvarpið af offorsi fyrir dæmalausan óheiðarleika við gerð viðtalsins, það hefur sætt víðtækri fordæmingu fyrir og í breska þinginu hefur verið rætt um að skakka þurfi leikinn hjá stofnuninni, sem líti á sig sem ríki í ríkinu.

Kvöldið 20. nóvember 1995 birti breska ríkissjónvarpið BBC viðtal Martins Bashirs við Díönu prinsessu af Wales í fréttaskýringarþættinum...