Fáum við hjarðónæmi gegn vitleysu?

Frá faraldursmótmælum í Berlín í vor. Aldeilis mikið hefur gengið …
Frá faraldursmótmælum í Berlín í vor. Aldeilis mikið hefur gengið á og ótal heimskuleg mistök verið gerð. AFP

Fyrir mörgum árum heyrði ég sögu sem er mjög lýsandi fyrir það ástand sem við búum við í dag. Reyndar get ég ómögulega munað hvar ég heyrði söguna, og bæði leitarvélar og fróðustu menn komu að litlu gagni þegar ég reyndi að finna frumheimildina.

Kannski var það Ronald Reagan sem sagði þessa sögu, ellegar Milton Friedman, en hún segir af manni sem leggst inn á spítala í Sovétríkjunum vegna minni háttar kvilla. Eftir stutta dvöl er sjúkrahúsgesturinn orðinn sprækur og hress nema hvað læknarnir fást ekki til að útskrifa hann. Í næsta rúmi liggur sjúklingur við dauðans dyr og bregður söguhetjunni þegar læknarnir flýta sér að útskrifa fárveikan manninn og drösla honum út af spítalanum. Ástæðan fyrir þessu var ósköp einföld: í árangursmælingum spítalans lítur það mjög vel út að hafa heilbrigða sjúklinga, en mjög slæmt fyrir tölfræðina þegar sjúklingarnir geispa golunni. Frá sjónarhorni starfsmanna og stjórnenda var því betra að ríghalda í hrausta fólkið og rúlla þeim veikustu...