Rausnarskapurinn dregur dilk á eftir sér

Jerome Powell seðlabankastjóri er einn þeirra sem reikna með að …
Jerome Powell seðlabankastjóri er einn þeirra sem reikna með að verðbólguskotið verði skammvinnt. AFP

Hann Youssef minn er malískur í aðra ættina, og af eyðsluvenjum hans grunar mig sterklega að ástkær eiginmaður minn sé kominn í beinan karllegg af Mansa Musa sem stýrði Malíveldinu á 13. og 14. öld.

Á þeim tíma var Malí stærsta gullframleiðsluland heims og í krafti gull- og saltnáma landsins auðgaðist Mansa Musa svo mikið að hann er talinn hafa verið einn af ríkustu mönnum mannkynssögunnar – ef ekki sá ríkasti.

Mansa Musa var múslimi og árið 1324 lagði hann af stað í pílagrímsför til Mekku, um það bil 4.300 km leið, og er ekki hægt að finna nokkur dæmi í sögubókunum um íburðarmeira ferðalag. Í fylgdarliði konungsins voru um 60.000 menn sem allir klæddust flíkum úr fegursta útsaumaða silki. Þar af voru 12.000 þrælar sem báru hver um sig nærri tvö kíló af gullstöngum. Þá komu með hópnum 80 kameldýr sem voru klyfjuð pokum fullum af gulli.

Eins og góðum múslima sæmir var Mansa Musa rausnarlegur og þeim fátæklingum sem hann mætti á leið sinni til Mekku gaf...